Taktu frá tíma núna fyrir „Arrow Inspiration“ daginn á Íslandi
Endilega taktu daginn frá og gefðu þér tíma, vertu með okkur hjá Arrow og öllum helstu framleiðendum í öryggislausnum á hvetjandi og vonandi ögrandi viðburð um öryggi í upplýsingartækni – Á Íslandi.*
Við munum eyða deginum með að fara nokkuð djúpt í það umhverfi sem við stöndum frammi fyrir í dag og upplýsa um allt það nýjasta og helsta sem horft er til og tæknin býður uppá.
Hvað munum við fjalla um?
”Digital Transformation” eða Stafræn umbylting þýðir að við erum stöðugt tengd umhverfinu okkar.Það ástand sem hefur birst okkur t.d. gegnum Covid 19 var að fyrirtæki og einstaklingar þurftu á skömmum tíma að aðlagast nýjum raunveruleika.Aðlagast því að vera lokuð frá hlutum/þjónustum sem við töldum sjálfsagt og eða eins og í dag að eiga raunverulegan möguleika á því hvar og hvernig við skilum vinnunni okkar óháð staðsetningu.
Ein af afleiðingum þess var að við urðum allt í einu meira berskjölduð, og þær hættur sem voru fyrir urðu miklu þróaðari. Umhverfið okkar í dag notast við fleiri þjónustur og lausnir en nokkurn tíma áður og bætir stöðugt í þar, en yfirleitt án þess að nauðsynlegir innviðir eða tækni haldi í við sístækkandi umhverfi.
Margar af þessum breytingum hafa haft áhrif á umhverfi fyrirtækja og dregið fram veikleika sem þau standa frammi fyrir sbr. netárásir, því hafa mörg fyrirtæki tekið upp eða útvíkkað öryggisáætlanir sínar. Allt þetta leiðir af sér þörf fyrir aukna innsýn og stjórn á hver eða hvað er raunverlega að skoða þau gögn sem við skilgreinum sem mikilvæg, auðlindir okkar eða innviði.Á þessum degi okkar munum við kynna fyrir ykkur allt það helsta og nýjasta sem tæknin hefur uppá að bjóða, hvort sem við erum að tala um öryggi á endabúnaði, netinu eða rekstrarbúnaði þvert yfir framleiðendur.
Allt þetta mun fara fram á; VOX Brasserie & Bar, Hilton Reykjavík Nordica – Þú vilt alls ekki missa af þessu !
* Gisting og ferðakostnaður er ekki innifalinn